Eigendur Briets Apartments eru þau Hrefna Rósa Sætran og Ágúst Reynisson. Þau hafa lengi unnið að því að gera dvöl ferðamanna á Íslandi og sem og annarra gesta eftirminnilegasta með veitingarstöðum sínum, Fiskmarkaðnum og Grillmarkaðnum. Þau ákváðu því að færa út kvíarnar og hlúa að gestunum á enn nánari hátt og bjóða upp á heimilislega og fallega gistingu í hjarta Reykjavíkur. Guðbjörg Hrönn Björnsdóttir, eiginkona Ágústar, sér um daglegan rekstur og Björn Árnason, maður Hrefnu, sér um ljósmyndun og annað, svo um einstakt fjölskyldu fyrirtæki er að ræða.


Saga hússins

ibudirnar top

Þingholtsstræti 7 stendur við hlið Bríetartorgs, sem er á horni Amtmannsstígs og Þingholtsstrætis. Torgið er kennt við Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, sem var frumkvöðull í baráttu fyrir réttingum íslenskra kvenna. Hún bauð sig til að mynda fram til Alþingis fyrst kvenna. Á torginu er minnismerki um Bríeti og fannst okkur því við hæfi að nefna íbúðargistinguna Briet Apartments.

Þingholtsstræti 7 var byggt árið 1880. Það var timburhús, reist af Brynjólfi Oddsyni bókbindara. Í grein Guðjóns Friðrikssonar Töfrarnir höfðu gripið í Þjóðviljanu frá 1978 segir svo: Það hefur verið margt um manninn í Þinholtsstræti 7 í gegnum tíðina og gaman til þess að geta að þar hafa verið herbergi til útleigu allt frá 1897, en hér fyrir neðan eru nokkur auglýsingar, um útleigu sem og aðrar nauðsynjar, í dagblöðum liðinna tíma.

 • 1897: 2-3 herbergi eru til leigu í Þingholtsstræti 7 frá 14. maí eða 1. júní næstkomandi ( augl.)
 • 1902: Til leigu nú þegar loftherbergi með geymslurúmi í Þingholtsstræti 7. Útg. vísar á (augl.)
 • 1904: Tvö herbergi fyrir einhleypa til leigu frá 1. október í Þingholtsstræti 7. Fæði selt á sama stað
 • 1908: Sigrún Bergmann nuddlæknir Þingholtsstræti 7 heima til viðtals kl. 10-11 og 4-5. Þar fást og naglhreinsanir og andlitsböð með nuddi og strokum.
 • 1914: Kven-grimudansbúningur fæst keyptur eða lánaður í Þingholtsstræti 7. Sömuleiðis fæst þar keyptur allskonar fatnaður nýr og brúkaður (augl.)
 • 1916: Snemmbær kýr til sölu. Sig. Halldórsson i Þingholtsstræti 7 (augl.)
 • 1918: Salome Olafsdóttir frá Stapadal í Arnaríirði er vinsamlega beðin að koma til viðtals í Þingholtsstræti 7 hið fyrsta (augl.)
 • 1918: Vetrarsjal tapaðist á leiðinni frá Þingvöllum til Reykjavikur. Skilist í  Þingholtsstræti 7 (augl.)
 • 1919: Af sérstökum ástæðnm er ný sumarkápa og nýr sumarhattur til sölu í Þingholtsstræti 7 (augl.)
 • 1926: 90 ára verður í dag ekkjan Anna Gísladóttir, Þingholtsstræti 7. Óvenju ern af þeim, sem komnir eru á þann aldur, hefir sjón og heyrn og gengur um sem ung væri (augl.)
 • 1936: Er komin heim. Tek sauma eins og áður. Jónína Þorvaldsdóttir, Þingholtsstræti 7 (augl.)
 • 1986: Verkstæðið Þingholtsstræti 7 B: Nýstárlegar vörur úr ull og lambsskinni (augl.)
 • 2008: Húsin við Þingholtsstræti 7, Mjóuhlíð 4 og 6 og Birkimel 8 hlutu viðurkenningu vegna endurbóta á eldri húsum (frétt)
 • 2009: Húsið að Þingholtsstræti 7 er frá árinu 1880. „Nýr eigandi ætlaði að skipta um bárujárn og þá komu í ljós merki eftir mjög fallega gluggaumgjörð sem við köllum bjóra. Þá ákvað eigandinn að fara í uppruna hússins. Húsið var gert mjög fallega upp samkvæmt þeim ummerkjum sem fundust undir járninu.“ (grein).

Hafðu samband

Þingholtsstræti 7
Reykjavík, Ísland / Staðsetning
símanr. 695 1878 – booking@brietapartments.is