Þingholtsstræti

 • 140325-134917-Edit copy
 • 1st a floor top
 • 1stfloor 3
 • 131203-114150-Edit
 • 1stfloor 2
 • 131203-114628-Edit
 • 131203-115622-Edit copy

1. hæð - íbúð með tveimur svefnherbergjum

Á 1. hæðinni er íbúð með tvemur svefnherbergjum með tvemur eins manns rúmum hvort. Þar er rúmgóð forstofa með fatahengi og björt og falleg stofa með svefnsófa fyrir tv. Í stofunni er flatskjár með SKY tengingu og í öllum herbergjum er skápapláss. Í íbúðinni er fallegt og rúmgott baðherbergi með baðkari.  Í eldhúsi er allur nauðsynlegur borðbúnaður sem og eldavél, ískápur, ofn, kaffivél, ketill og brauðrist. Í eldhúsinu er einnig lítill borðkrókur. Strauborð og staujárn eru til staðar í holi út frá eldhúsi. Innifalið í verðinu eru uppábúin rúm, handklæði og þráðlaust net sem og SKY tenging. Íbúðin er fullkomin fyrir 4 en það geta auðveldlega 6 manns gist þar. Möguleiki er á barnarúmi eða aukarúmi ef þarf.


 • 2nd floor top
 • 2ndfloor 2
 • 2ndfloor 3
 • 140226-131133-Edit copy
 • 140226-131717-Edit copy
 • 140226-135434-Edit copy
 • 140226-135939-Edit copy
 • 140325-141640-Edit
 • 140325-141756-Edit

2. hæð - Íbúð með þremur svefnherbergjum

Á annarri hæðinni er íbúð með þremur svefnherbergjum. Íbúðin er nýuppgerð með nýju parketi, veggfóðri og panel á veggjum.  Íbúðin er rúmgóð og björt. Svefnherbergi eru þrjú, tvö tveggja manna, eitt með tveggjamanna rúmi, eitt með tvemur eins manns rúmi og eitt eins manns herbergi. Baðherbergi er með sturtu. Eldhúsið er samliggjandi borðstofu og stofu. Í eldhúsi er allur nauðsynlegur borðbúnaður, eldavél, ískápur með frysti, kaffivél, örbylgjuofn, ketill og brauðrist. Í borðkrók er gott borðstofuborð með sæti fyrir 6-7 manns. Stofan er björt og stór með vönduðum svefnsófa fyrir tvo. Þar er flatskjár með sjónvarps og SKY tengingu. Innifalið í verðinu er uppábúin rúm, handklæði og þráðlaust net sem og SKY tenging. Í íbúðinni er gistipláss fyrir allt að 7 manns. Möguleiki er á barnarúmi eða aukarúmi ef þarf.


 • 2ndfloor 2
 • 140325 134917 Edit copy
 • 140226-135939-Edit copy
 • allthusid 1
 • 1st floor
 • allthusid 2
 • allthusid 3
 • 140226-131717-Edit copy
 • 140226-131133-Edit copy

Allt húsið

Ef um stóra hópa er að ræða eða fjölskyldur að ferðast saman er tilvalið að leigja báðar íbúðir saman. Þar er þá gistipláss fyrir allt að 13 – 14 manns. Á neðri hæðinni, í tveggja herbergja íbúðinni er gistipláss fyrir 6 manns. Tvö tveggja manna herbergi og svo svefnsófi fyrir tvo í stofunni. Á efri hæðinni, í þriggja herbergja íbúðinni er gistipláss fyrir 7 manns. Tvö tveggja manna herbergi, eitt eins manns og svo svefnsófi fyrir tvo í stofunni. Innifalið í verði er uppábúin rúm, handklæði og þráðlaust net sem og SKY tenging. Möguleiki er á barnarúmi eða aukarúmi ef þarf.

Hafðu samband

Þingholtsstræti 7
Reykjavík, Ísland / Staðsetning
símanr. 695 1878 – booking@brietapartments.is