Merkurhraun

 • merkurhraun12
 • merkurhraun7
 • merkurhraun5
 • merkurhraun6
 • merkurhraun3
 • merkurhraun1
 • merkurhraun2
 • merkurhraun4
 • merkurhraun8
 • merkurhraun9
 • merkurhraun10
 • merkurhraun11

Sumarbústaður á besta stað á suðurlandi. Bústaðurinn er rúmgóður og bjartur og 110 fm að flatarmáli í aðeins klukkutíma fjarlægð frá Reykjavík. Það er timburverönd í suður þar sem þú getur notið náttúrunnar og kyrrðarinnar.

Á neðri hæð er vel útbúið eldhús með uppþvottavél. Þar er borðstofuborð fyrir allt að 10 manns og opið inní stofu þar sem útgengt er út á verönd. Það er eitt herbergi á neðri hæðinni fjölskyldukoju, þar sem neðri kojan er tvöföld og rimlarúmi. Þar við er einnig rúmgott baðherbergi með sturtu. Úr forstofu er gengið inní þvottahús með þvottavél og þurrkara. Gengið er upp á efri hæðu úr stofunni og komið upp á opið sjónvarpsrými. Þar eru líka 2 svefnherbergi, annað með hjónarúmi og tveimur eins manns rúmum og hitt með hjónarúmi og barnarúmi. Í sjónvarpsholi eru svefnsófi fyrir 2, en þaðan er líka gengið út á suður svalir. Við hlið hússins er gestahús með hjónarúmi og kojum. Í sumarhúsinu er frí nettenging og handklæði og lín er í boði eftir þörfum. Þetta er friðsæll og fallegur staður og staðsetning fullkomin til að ferðast um og skoða suðurland. Stutt er í alla helstu þjónustu, en Selfoss er aðeins í 10 mínútna fjarlægð.

Hafðu samband

Þingholtsstræti 7
Reykjavík, Ísland / Staðsetning
símanr. 695 1878 – booking@brietapartments.is