Bókhlöðustígur

 • 151007-140635
 • 151007-140824-Edit-b
 • 151007-140947
 • 151007-140824-Edit-a
 • 151007-141102
 • 151007-141215
 • 151007-141746-Edit

Eins herbergja rishæð

Á rishæð hússins er skemmtilega björt og opin íbúð með einu opnu svefnherbergi. Í stofu er vandaður svefnsófi fyrir tvo og þar er einnig flatskjár með SKY tengingu. Baðherbergi er einnig nýuppgert undir súð með sturtu. Eldhús er opið inn í stofu en þar  er allur nauðsynlegur borðbúnaður sem og eldavél og ofn, ískápur, kaffivél, ketill og brauðrist. Strauborð og staujárn eru til staðar í holi út frá eldhúsi. Innifalið í verðinu eru uppábúin rúm, handklæði og þráðlaust net sem og SKY tenging. Íbúðin er fullkomin fyrir 2 en það geta auðveldlega 4 manns gist þar. Möguleiki er á barnarúmi eða aukarúmi ef þarf.


 • mid2
 • mid6
 • mid1
 • mid3
 • mid4

Tveggja herbergja miðhæð

Íbúðin á miðhæðinni er einnig nýuppgerð en þar eru tvö björt og rúmgóð svefnherbergi, annað með tveimur eins manns rúmum og hitt með tvöföldu rúmi. Úr öðru herberginu er útgengt út á sólpall fyrir aftan húsið með útihúsgögnum og borði. Bað herbergi er bjart og fallegt með sturtu. Í eldhúsi er allur nauðsynlegur borðbúnaður sem og eldavél, ískápur, ofn, kaffivél, ketill og brauðrist. Í eldhúsinu er rúmgóður borðkrókur með bekk og þar er einnig flatskjár með SKY tenginu. Strauborð og staujárn eru til staðar í íbúðinni. Innifalið í verðinu eru uppábúin rúm, handklæði og þráðlaust net sem og SKY tenging. Íbúðin er fullkomin fyrir 4. Möguleiki er á barnarúmi eða aukarúmi ef þarf.


 • kjallari4
 • kjallari1
 • kjallari2
 • kjallari3
 • kjallari5

Tveggja herbergja jarðhæð

Á jarðhæð hússins er nýuppgerð íbúð með tveimur svefnherbergjum.  Annað svefnherbergið er með einu eins manns rúmi og hitt er með tveimur eins manns rúmum, sem auðvelt er að setja saman. Opið er á milli eldhús og stofu. Í eldhúsi er allur nauðsynlegur borðbúnaður, eldavél og ofn, ískápur, kaffivél, ketill og brauðrist. Í borðkrók er gott borðstofuborð með sæti fyrir 6 manns. Stofan er notaleg með vönduðum svefnsófa fyrir tvo. Þar er flatskjár með sjónvarps og SKY tengingu. Baðherbergi er með sturtu. Fyrir aftan húsið er einka sólpallur með útihúsgögnum og borði sem öllum í húsinu er velkomið að nota. Innifalið í verðinu er uppábúin rúm, handklæði og þráðlaust net sem og SKY tenging. Í íbúðinni er gistipláss fyrir allt að 5 manns. Möguleiki er á barnarúmi eða aukarúmi ef þarf.


Allt húsið

Ef um stóra hópa er að ræða eða fjölskyldur að ferðast saman er tilvalið að leigja allt húsið saman. Þar er þá gistipláss fyrir 14 - 14 manns. Á neðstu hæðinni er gistipláss fyrir 5 manns, eitt eins manns herbergi, eitt tveggja manna herbergi og svo svefnsófi fyrir tvo í stofunni. Á miðhæðinni er gistipláss fyrir 4-5 en þar eru tvo rúmgóð tveggjamanna herbergi, þar sem möguleiki er á að setja aukarúm inní annað herbergið. Á rishæðinni er gistipláss fyrir 4 manns, þar er eitt tveggjamanna herbergi og svo svefnsófi fyrir tvo í stofunni. Innifalið í verði er uppábúin rúm, handklæði og þráðlaust net sem og SKY tenging.

Hafðu samband

Þingholtsstræti 7
Reykjavík, Ísland / Staðsetning
símanr. 695 1878 – booking@brietapartments.is