• 2nd floor top
  • 2ndfloor 2
  • 2ndfloor 3
  • 140226-131133-Edit copy
  • 140226-131717-Edit copy
  • 140226-135434-Edit copy
  • 140226-135939-Edit copy
  • 140325-141640-Edit
  • 140325-141756-Edit

2. hæð - Íbúð með þremur svefnherbergjum

Á annarri hæðinni er íbúð með þremur svefnherbergjum. Íbúðin er nýuppgerð með nýju parketi, veggfóðri og panel á veggjum.  Íbúðin er rúmgóð og björt. Svefnherbergi eru þrjú, tvö tveggja manna, eitt með tveggjamanna rúmi, eitt með tvemur eins manns rúmi og eitt eins manns herbergi. Baðherbergi er með sturtu. Eldhúsið er samliggjandi borðstofu og stofu. Í eldhúsi er allur nauðsynlegur borðbúnaður, eldavél, ískápur með frysti, kaffivél, örbylgjuofn, ketill og brauðrist. Í borðkrók er gott borðstofuborð með sæti fyrir 6-7 manns. Stofan er björt og stór með vönduðum svefnsófa fyrir tvo. Þar er flatskjár með sjónvarps og SKY tengingu. Innifalið í verðinu er uppábúin rúm, handklæði og þráðlaust net sem og SKY tenging. Í íbúðinni er gistipláss fyrir allt að 7 manns. Möguleiki er á barnarúmi eða aukarúmi ef þarf.